====== Póstuppsetning fyrir Android ====== **Eftirfarandi gildir um alla póstþjónustu 1984:** Incoming mail server er **alltaf mail.1984.is** og deilir út pósti á porti **143(IMAP) , 993(IMAPS) eða 110(POP), 995(POPS)**. mail.1984.is er líka hægt að nota fyrir Outgoing mail server, þá þarf að **auðkenna** sig gagnvart honum og breyta port stillingum, þannig að póstforritið sendi á **porti 465 eða 587**, hægt er að nota port 25, en það er sjaldnast opið fyrir umferð um það hjá Internetveitum vegna spamhættu. Notendanafn eða User Name er **alltaf fullt netfang**, hvort sem það er fyrir Incoming eða Outgoing þjón. **Hér að neðan eru leiðbeiningar fyrir Android.** Athugið að texti fylgir þeirri mynd sem hann birtist undir. {{:and1.png?300|}} **#1 -** Skrifaðu inn netfangið þitt og lykilorð, veldu þvínæst **Next**. {{:and2.png?300|}} **#2 -** Hér skaltu velja IMAP. {{:and3.png?300|}} **#3 -** Bæði **Username** og **Email** er það sama. Á þessum tímum er öruggast að nota alltaf dulkóðuð samskipti við þjón (SSL) og á þetta sérstaklega við um síma sem tengjast fyrsta þráðlausa neti sem þeir finna án þess að bíða eftir samþykki eigandans. {{:and4-587.png?300|}} **#4 -** Hér skal líka valið að nota dulkóðuð samskipti. Þarna hefur þú val um TLS á porti 465 eða SSL á porti 475. {{:and5.png?300|}} **#5 -** Þessir valmöguleikar eru smekksatriði hvers og eins. {{:and6.png?300|}} **#6 -** Hér hefur þú lokið uppsetningu og allt eins og blómstrið eina.