====== Microsoft Outlook 2013 ====== **Eftirfarandi gildir um alla póstþjónustu 1984:** **Incoming mail server** er alltaf** mail.1984.is** og deilir út pósti á porti **143(IMAP)** eða **110(POP)**. mail.1984.is er líka hægt að nota fyrir Outgoing mail server, þá þarf að auðkenna sig gagnvart honum og breyta port stillingum, þannig að póstforritið sendi á porti **465** eða **587**, hægt er að nota port 25, en það er sjaldnast opið fyrir umferð um það hjá Internetveitum vegna spamhættu. Notendanafn eða User Name er alltaf fullt netfang, hvort sem það er fyrir Incoming eða Outgoing þjón. Athugið að texti sem birtist undir mynd, fylgir henni. {{:wiki:outlook1.jpg|}}\\ #1 Þú ferð leið sem liggur í **File** og smellir á **Account Settings** og velur fyrir neðan aftur Account Settings (don't ask us why?). {{:wiki:outlook2.jpg|}}\\ #2 Í framhaldi smellir þú léttilega á New. {{:wiki:outlook3.jpg|}}\\ #3 Hakar við Manual Setup og smellir á Next. {{:wiki:outlook4.jpg|}}\\ #4 Hakar við POP eða **IMAP** (mælum frekar með **__IMAP__**) og smellir í framhaldi á Next. {{:wiki:outlook5.jpg|}}\\ #5 Hér færir þú inn viðeigandi upplýsingar eins og þær birtast á myndinni að ofan. **Athugið að við mælum eindregið með að valið sé __IMAP__ fyrir Account type.** Incoming er **mail.1984.is**. Outgoing er **mail.1984.is**. Það er mikilvægt að hafa í huga að **notendanafnið þitt** (User Name) **er allt netfangið þitt**. Í framhaldi af þessu smellir þú á **More Settings**. {{:wiki:outlook6.jpg|}}\\ #6 Ferð í flipann Outgoing Server og hakar við My outgoing server (SMTP) **Requires authentication** eins og sést á myndinni. Næst smellir þú á **Advanced** flipann og tryggir að **outgoing port** sé 465 eða 587 og encryption á **auto**. Aðeins neðar er svo Root Folder Path, þar er bætt inn **Inbox**.\\ Að þessu loknu smellir þú á Ok og gerir Finished. Ef allt er í lagi ætti Outlook að gera "test" á netfanginu og ef allt er í lagi kemst þú út úr valmyndinni og póstur ætti að streyma inn. ---- === Outlook Inbox === Ef póstur er ekki að berast í innboxið þarf að gera eftirfarandi:\\ → Fara í **Account Settings**.\\ → Tvísmelltu á netfangið.\\ → Smelltu á **More Settings**.\\ → Veldu flipann **Advanced**.\\ → Skrifaðu **Inbox** í reitinn **Root folder path**. → Smelltu á **Ok** og **Next** og pósturinn ætti að rúlla inn.