===== Aðgangur og Stjórnborð ===== ==== Deild þjónustustýring ==== Ef þú þarft að veita t.d. vefara aðgang að vehýsingunni þinni þá er deild þjónustustýring tilvalin til þess. Er viðkomandi með skráðan notanda hjá 1984.is? Ef ekki þá er einfalt að stofna notanda með því að fara á 1984.is smella á **Stofna aðgang.**\\ Svona er deild þjónustustýring búin til á 1984.is:\\ → Smelltu á **Stjórnborð**.\\ → þú ert núna í Umsjón, undir flipanum **Yfirlit**.\\ → Smelltu á tannhjólin hægra megin við hnappinn **stjórnborð hýsingar**.\\ → Skrifaðu notendanafn viðkomandi (oftast netfang).\\ → Smelltu á **Leyfa notanda að stjórna**.\\ Með þessum möguleika getur þú veitt öðrum notanda leyfi til að stjórna þjónustunni að fullu, en ekki notendaupplýsingum þínum.\\ Notandinn fær skilaboð og getur þá séð slóð á stjórnborðið þitt hjá sér.\\ Þú getur afturkallað þetta leyfi hvenær sem þig lystir.\\ ---- ==== Gleymt lykilorð að stjórnborði ==== → Til þess að búa til nýtt lykilorð ferð þú á **1984.is**.\\ → Smelltu á **Stjórnborð**.\\ → Smelltu á **Gleymdirðu lykilorðinu?**.\\ → Fylltu í tengslanetfangið þitt.\\ → Smelltu á **Endurstilla lykilorð** → Þú færð skilaboð send á tengslanetfangið.\\ → Fylgdu leiðbeiningunum til að búa til nýtt lykilorð.\\ ---- ==== Að fá afrit af gagnagrunni ==== Ath. að afrit af gagnagrunni er tekið á 24.klst. fresti, það afrit er vistað í möppunni backups á vefsvæðinu, og er hægt að sækja með FTP forriti (sjá uppl. um FTP og SFTP hér ). Viljir þú taka nýtt afrit af gagnagrunni fylgir þú þessum leiðbeiningum: → Farðu á **[[https://www.1984.is]]** og veldu **Stjórnborð**.\\ → Skráðu þig inn.\\ → Smelltu á **stjórnborð hýsingar**.\\ → Smelltu á **Veftól** uppi.\\ → Smelltu á **Gagnagrunnsumsýsla**.\\ → Smelltu á nafn gagnagrunns í dálkinum vinstra megin.\\ → Smelltu á flipan **Export**.\\ → Export Method: **Quick**.\\ → Format: **SQL**.\\ → Smelltu á hnappinn **Go** og vistaðu afritið á disknum hjá þér. \\ ---- ==== Tölfræði ==== Tölfræði síðunnar þinnar\\ → Þú loggar þig inn á Stjórnborð [[https://www.1984.is]] með notendaupplýsingum hýsingarinnar.\\ → Smelltu á **Stjórnborð hýsingar**.\\ → Veldu **Möguleikar** fyrir lénið sem þfú villt skoða Tölfræði hj á.\\ → Veldu **Vefþjónn** .\\ → Smelltu á **Opna tölfræði**.\\ ---- ==== URL Forwarding ==== Eða vísa léni á hýsingu með annað lén\\ → Þú loggar þig inn á Stjórnborð [[https://1984.is]] með notendaupplýsingum hýsingarinnar.\\ → Smelltu á **Stjórnborð hýsingar**.\\ → Smelltu á **Lén** efst uppi.\\ → Smelltu síðan á **Möguleikar** fyrir það lén.\\ → Smelltu síðan á **Áframsending**.\\ → Styltu **Áframsending tegund** á **301 moved permenantly** .\\ → Skráðu lénið sem þú villt áframsenda á í textaboxið undir **Áframsenda á slóð** .\\ → Smella á **Uppfæra** .\\ ----