Filezilla FTP forrit

Filezilla er frjálst og ókeypis forrit sem hægt er að hlaða niður á https://filezilla-project.org/ og er fáanlegt fyrir Windows, Mac OS X og Gnu/Linux.


# 1 Efst í vinstra horni velur þú Site manager.


# 2 Þið veljið að bæta við New Site og færið inn nauðsynlegar upplýsingar. Myndin að ofan sýnir hvernig FTP aðgangurinn er settur upp miðað við þær FTP upplýsingar sem koma frá 1984.is:

FTP AÐGANGUR

ftp server: orwell.is  eða  nadine.1984.is
ftp user: orwell@orwell.is
ftp password: ************

FTP Address: Að því gefnu að lénið þitt sé orðið virkt hjá skráningaraðila, eða því sé beint á vefþjóninn, geturðu sett það hér inn. Ef það er ekki orðið virkt skaltu nota undirlénið í aðgangnum þínum sem endar á 1984.is.

Username: Er notendanafnið undir FTP upplýsingunum í aðgangi þínum að þjónustum 1984.

Password: Lykilorð undir FTP aðgangi.