User Tools

Site Tools


cyberduck

Cyberduck - MacOSX

Cyberduck er frítt FTP/SFTP forrit fyrir MacOSX, hægt er að ná í það hér: http://cyberduck.ch/

Uppsetning er hefðbundin, afpakka og draga inn í Applications.

cyberduck_01

#1 - Ræstu Cyberduck, og farðu rakleiðis í Bookmark og veldu New Bookmark. Þú getur líka bara valið Quick Connect ef þú vilt ekki vista FTP upplýsingar á tölvunni.


#2 - Fyrir FTP skalti velja FTP (File Transfer Protocol), þú getur líka valið dulkóðuð samskipti við þjóninn með að velja SFTP (SSH Secure File Transfer), ef þú gerir það skaltu athuga að sá aðgangur er undir SSH eða SFTP aðgangur hjá 1984 og er ekki sami aðgangur og fyrir FTP.

#3 - Server er lénið þitt sé það orðið virkt. Ef það er ekki orðið virkt skaltu nota undirlénið í aðgangnum þínum sem endar á 1984.is.

#4 - Username er annaðhvort undir FTP aðgangi, eða SFTP aðgangi eftir því hvort þú velur FTP eða SFTP.

#5 - Að þessu loknu skaltu slökkva á þessum glugga með að þrýsta ákveðið á rauðu bóluna efst, vinstra megin.


#6 - Nickname(lénið þitt) birtist í bookmark listanum og til að tengjast skaltu tvísmella á það.


#7 - Ef allt er rétt uppsett, þá sérðu fjöldi mappa inn í htdocs er Þar inni skrá sem heitir index.html, sem þér er óhætt að fleygja. Allt sem fer inn í þessa möppu er aðgengilegt af vefnum(í gegnum vafra).

cyberduck.txt · Last modified: 2014/04/09 15:07 by birgir