Vinna með lén sem ekki er til staðar
Þú getur látið tölvuna sem þú ert að vinna í sækja svæðið þangað sem þú vilt. Til þess notarðu /etc/hosts skrána. Á kerfum eins og Linux er skráin í /etc/hosts, í MacOSX er hana að finna í /private/etc/hosts og í Windows XP er hana að finna í |%SystemRoot%\system32\drivers\etc\| þar sem %SystemRoot% er oft eitthvað eins og C:\. Eða svona c:\WINDOWS\system32\drivers\etc . Mögulegt er að þú þurfir að sýna hidden files and folders.
Í þessa skrá seturðu fyrirmæli um hvert á að sækja lénið. Í þessu tilviki gæti færslan verið svona:
93.95.225.163 mitt_fina_len.is www.mitt_fina_len.is
Þá sækir vélin þín mitt_fina_len.is á ip töluna 93.95.225.163
Þú breytir /etc/hosts skránni í einföldum textaritli, alls ekki ritvinnsluforriti eins og Word.
Fyrir Makka
Einfaldast er að opna Terminal í Makka og framkvæma breytingarnar sem því að setja inn eftirfarandi skipanir:
sudo nano /private/etc/hosts
Í framhaldi þarf að setja inn lykilorð á tölvunotandanum.
Næst opnast skjalið og færir þig neðst í skjalið og bætir inn línunni:
93.95.225.163 mitt_fina_len.is www.mitt_fina_len.is
Gerir svon CTRL + X til að loka og vista og þá er allt tilbúið.
Hér er stutt myndband sem sýnir hvernig á að breyta hosts skrá í Windows 7