User Tools

Site Tools


tolvupostur

Tölvupóstur

Ýmis póstforrit

Búa til ný netföng:

→ Farðu á 1984.is
→ Veldu Stjórnborð
→ Smelltu á stjórnborð hýsingar
→ Smelltu á Póstur
→ Smelltu á Add new email
→ Fylltu í Tölvupóstfang það sem á að vera fyrir framan @
→ Fylltu út í lykilorð ef mælistikan verður græn ertu með gott lykilorð
→ Smelltu á ADD new email
→ Farðu síðan á vefpostur.1984.is til að sjá hvort allt virki
Username er netfangið sem þú bjóst til
Password lykilorðið góða
Ef allt er í lagi þá getur þú sett upp netfangið þitt í póstforriti eins og t.d. Thunderbird.


Póstþjónar 1984

Incoming mail server: (IMAP)
→ er alltaf mail.1984.is
Gátt/Port: 143 (ekki örugg tenging) eða 993 (SSL).

Outgoing mail server: → Gátt/port fyrir sendingu er 465 (TLS eða STARTTLS), eða 475 (SSL), eða 587 (TLS eða STARTTLS).

POP stillingar: Við mælum með því að nota, IMAP, en ef þú af einhverjum ástæðum þarft að nota POP þá er:
Incoming pop mail server: mail.1984.is og gátt/port 110.
Outgoing mail server: gátt/port 995 (SSL).

Ath. að það þarf alltaf að auðkenna sig bæði til að sækja og senda póst.


Senda fjölpóst

Það er töluverður vandi að senda fjölpóst þannig að vel sé, stöðluð póstþjónusta er ekki til þess gerð að senda fjölpóst. Ef þú sendir fjöldapóst með sömu aðferðum og venjulegan póst þá mun aðeins lítill hluti viðtakenda raunverulega fá póstinn því móttökupóstþjónar munu greina hann sem ruslpóst.
Ef þú vilt vera sæmilega viss um að fjölpóstur berist frá þér er lang besta aðferðin að nota til þess gerða þjónustu, t.d. MailChimp:
MailChimp getur þú notað frítt upp að 12,000 póstum á mánuði til 2000 viðtakenda. Þetta er mjög örugg og áhyggjulaus leið til þess að senda fjöldapóst.
Annar möguleiki er t.d. SendGrid:
SendGrid er frítt upp að 12,000 póstum á mánuði, þar þarf ekki að skrá greiðslukort.
Ef farið er í að senda á 40.000 netföng á mánuði þá kostar það 10$ borið saman við 75$ hjá mailchimp.
Viljir þú endilega gera þetta sjálfur þá er ekkert vit í því að hafa fleiri en svona 6-8 viðtakendur í hverri sendingu. Við hvetjum þig þó til að skoða sérhæfða þjónustu til að senda fjölpóst, sérstaklega ef þetta er eitthvað sem þú þarft að reiða þig á í atvinnuskyni.


Setja upp netfang í Google Mail

Sækja póst frá 1984

→ Í Gmail smelltu á tannhjólið efst í hægra horninu og veldu Settings.
→ Smelltu á flipann Accounts and Import.
→ Þar sem stendur Check email from other accounts: smelltu á Add a POP3 mail account that you own.
Email address: Fylltu í netfangið þitt.
Username: Fylltu í netfangið þitt aftur.
Password: Lykilorð netfangsins.
POP Server: mail.1984.is
Port: 995 (Always use a secure connection (SSL) when retrieving mail)
→ Merktu við Leave a copy of retrieved message on the server.
→ Smelltu á Add Account.
Upplýsingar hjá google:

Check email from other accounts with Gmail

Senda frá 1984 netfangi í Google Mail

→ Í Gmail smelltu á tannhjólið efst í hægra horninu og veldu Settings.
→ Smelltu á flipann Accounts and Import.
→ Þar sem stendur Send mail as: smelltu á Add another email address that you own.
Name: Nafn sendanda (þitt nafn?).
Email address: Netfangið þitt.
Treat as an alias á að vera merkt við.
SMTP Server: á að vera mail.1984.is
Port: 587
Username: Netfangið þitt aftur.
Password: Lykilorð netfangsins.
Secured connection using TLS (recommended) merktu við það.
→ Smelltu á Add Account.

Upplýsingar hjá google:
Send mail from a different address or alias


Sjálvirkt svar frá netfangi

→ Farðu á 1984.is, smelltu á Innskrá og veldu Stjórnborð.
→ Smelltu á Fara á stjórnborð hýsingar.
→ Smelltu á Mail efst uppi.
→ Finndu netfangið sem þú vilt virkja sjálvirkt svar fyrir.
→ Smelltu á Enable þar sem stendur Auto responder.
→ Skrifaðu skilaboðin þín í stóra gluggann og smelltu á Activate.
→ Þar sem áður stóð Enable stendur nú Disable sem þú smellir á til að af-virkja sjálfvirkt svar, eða Edit til þess að breyta skilaboðunum.


tolvupostur.txt · Last modified: 2022/07/26 12:56 by editor