macmail

Mail - MacOSX

Eftirfarandi gildir um alla póstþjónustu 1984:

Incoming mail server er alltaf mail.1984.is og deilir út pósti á porti 143(IMAP) , 993(IMAPS) eða 110(POP), 995(POPS). mail.1984.is er líka hægt að nota fyrir Outgoing mail server, þá þarf að auðkenna sig gagnvart honum og breyta port stillingum, þannig að póstforritið sendi á porti 465 eða 587, hægt er að nota port 25, en það er sjaldnast opið fyrir umferð um það hjá Internetveitum vegna spamhættu.

Notendanafn eða User Name er alltaf fullt netfang, hvort sem það er fyrir Incoming eða Outgoing þjón.

Hér að neðan eru leiðbeiningar fyrir ferska uppsetningu á Mail fyrir MacOSX útgáfu 4.2 (1077)

Athugið að texti fylgir þeirri mynd sem hann birtist undir.


#1 - Komi ekki upp gluggi sem fer með þig beint í uppsetningu(sjá #3), skaltu fara í Mail → Preferences → Accounts


#2 - Smelltu léttilega á plúsinn neðst niður í vinstra horni gluggans.


#3
- Hér setur þú inn Full Name eins og þú vilt að það birtist þeim sem þú sendir pósti. undir Email Address seturðu netfangið sem þú bjóst til í póstumsýslukerfi 1984 og svo lykilorð undir Password.

→ Continue


#4 - Í Incoming Mail Server, undir Account Type velur þú IMAP ef þú vilt að pósturinn þinn sé líka aðgengilegur annars staðar en í Mail, tildæmis á https://vefpostur.1984.is. Þú getur líka valið POP, en POP virkar þannig að póstinum er hlaðið niður í tölvuna þar sem netfangið er uppsett og hreinsaður út af póstþjóninum. Það getur verið hentugt, ef þú vilt geta skoðað póstinn þinn en ert netlaus. Þú getur hinsvegar þá ekki nálgast póstinn þinn hvar sem er, ekki nema að þú stillir Mail sérstaklega þannig að hann skilji eftir á póstþjóninum afrit af öllum pósti. Möppur eru ekki heldur aðgengilegar annars staðar en úr sömu tölvu ef POP er valið.


#5 - Við veljum IMAP

Description: Eitthvað nafn, tildæmis netfang.

Incoming Mail Server: mail.1984.is

User Name: Fullt netfang, tildæmis eg@eg.is

Password: Lykilorðið þitt.

→ Continue


#6

Description má vera tildæmis 1984, eða útsendiþjónn 1984, eða mail.1984.is - notaðu hugmyndaflugið.

Outgoing Server: Hér setur þú mail.1984.is, ef þú vilt nota útsendiþjón 1984. Þú getur einnig notað útsendiþjón sem fylgir með netinu sem þú ert á. Tildæmis postur.simnet.is fyrir ADSL símans, eða mail.internet.is fyrir Vodafone, eða mail.tal.is fyrir Tal.

Ef þú velur að nota útsendiþjón 1984, skaltu haka í Use Authentication og undir User Name skrifar þú fullt netfang og svo lykilorð í Password reitinn.

→ Continue\\


#7 - Ef þú velur að nota mail.1984.is þarftu að samþykkja þessa leiðindarviðvörun í hvert skipti sem þú sendir póst.


#8 - Svona á þetta líta út, að lokinni uppsetningu.

Nú getur þú sent og tekið á móti pósti hvar sem þú ert staddur/stödd á jarðkringlunni.