User Tools

Site Tools


wordpress

WordPress vefkerfi (CMS)

WordPress er ókeypis og opið (Open-Source) CMS-kerfi byggt á PHP og MySQL, sem hægt er að setja upp á vefþjónum 1984.
WordPress inniheldur kerfi sem býður upp á mikið úrval viðbóta (plugins) og sniðmáta (templates).
WordPress var notað af yfir 26,4% af vinsælustu 10 milljón vefsíðum heims í apríl 2016. Það er álitið vera eitt einfaldasta og vinsælasta blogg-kerfið í notkun á vefnum og er keyrt á yfir 60 milljónum vefsvæða.
WordPress er gefið út samkvæmt GPLv2 (eða síðari útgáfu, General Public License) leyfi frá the Free Software Foundation. wordpress.org


Að hafa í huga varðandi WordPress vefi

  • Ekki nota „admin“ sem notendanafn, það er of augljóst fyrir hakkara, eitthvað sem erfitt er fyrir hakkara að giska á væri mun öruggara.
  • Ekki vanmeta mikilvægi þess að nota öflug lykilorð!
  • Uppfæra ALLTAF öll theme og plugins hvort sem þau eru í notkun eða ekki.
  • Eyða helst öllum themes og plugins sem ekki eru í notkun.
  • Uppfærslur eru tíðar og full ástæða til að fylgjast með þeim amk. einu sinni í viku.
  • Við innsetningu á nýjum viðbótum eða þemu, setjið þá inn eitt í einu og gaumgæfið síðan hvort WordPress kerfið virki eðlilega áður en annað er sett inn.
  • Athugið að viðbætur og þemu eru oftar en ekki ástæða þess að WordPress kerfi bilar.

wordpress.txt · Last modified: 2016/11/09 15:58 by helgi